Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands

Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands kom fyrst út í nóvember árið 1983 og var Eggert Þór Bernharðsson fyrsti ritstjóri þess. Eggert fylgdi Fréttabréfinu úr hlaði með þessum orðum:

Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands kemur nú út í fyrsta skipti. Vonandi mælist bréfið vel fyrir en í því verða birtar stuttar fréttir af ýmsu sem snertir sagnfræðinga, upplýsingar um innlendar og erlendar ráðstefnur, fundi, bækur, tímarit o.fl. Einnig verður reynt að birta í bréfinu útdrætti úr fyrirlestrum, eða fyrirlestra í heild, sem haldnir verða á vegum Sagnfræðingafélagsins [...] Ég vil hvetja félagsmenn til að láta heyra í sér ef þeir vita af ráðstefnum í útlöndum um sagnfræðileg efni. Allar fréttir sem tengjast sagnfræðinni eru vel þegnar, einkum væri gaman að fá að heyra af nýjum kennslugögnum í skólum, nýjum aðferðum o.s.frv. Þá væri gaman að fá bréf frá sagnfræðingum úti á landi og heyra af lífinu þar.

Fréttabréfið kom út í A5 stærð á árunum 1983-2000 með nokkrum undantekningum, því einstaka sinnum voru prentaðir einblöðungar í A4 stærð, aðallega fundarboð. Á fyrstu árunum var Fréttabréfið yfirleitt fjórar til átta blaðsíður, en stundum voru þau mun lengri, allt upp í 24 blaðsíður (t.d. 4. tbl., mars 1985). Árið 2000 var útliti Fréttabréfsins breytt, stærðin var breytt í B5 og það var prentað aðra pappírstegund (munken pure). Fréttabréfið hefur yfirleitt komið út fjórum til sex sinnum á ári.

Ný tölublöð Fréttabréfsins verða sett á heimasíðu félagsins nokkru eftir að þau koma út á prenti. Fréttabréfið er á pdf formi á heimasíðunni, og er forritið Acrobat reader notað til að skoða það. Forritið er ókeypis og má finna á slóðinni: http://www.adobe.com/products/acrobat/readstep2.html

Fréttabréf

 

Ritstjórar Fréttabréfsins:

1983 – 1985
Eggert Þór Bernharðsson

1985 - 1987
Loftur Guttormsson

1987 - 1988
Ragnheiður Mósesdóttir

1988 - 1990
Gunnar F. Guðmundsson

1990 - 1992
Helgi Skúli Kjartansson

1992 - 1993
Guðmundur Hálfdanarson og Guðmundur Jónsson

1993 - 1994
Stefán F. Hjartarson og Guðmundur Jónsson

1994 - 1995
Þorsteinn Helgason

1995 - 1996
Erla Hulda Halldórsdóttir

1996 - 1998
Már Jónsson

1998 - 1999
Lára Magnúsardóttir

1999 - 2001
Björgvin Sigurðsson

2001 - 2003
Davíð Ólafsson

2003 - 2008
Bragi Þorgrímur Ólafsson

"2008-2012"
Njörður Sigurðsson


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com