Gudni

Articles by this author

  föstudagur, 6. apr 2007

  Ný stjórn kjörin á aðalfundi

  Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands var haldinn í húsi Sögufélags, Fischersundi 3, 30. mars 2007. Formaður félagsins, Guðni Th. Jóhannesson, setti fund kl. 16:00. Að tillögu Guðna var Guðmundur Jónsson kosinn fundarstjóri, en síðan var gengið til dagskrár. 1. Skýrsla stjórnar. Formaður kynnti ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2006–2007. Í umræðum um ársskýrsluna tóku til máls: Jón Þ. […]

  Read more...

  sunnudagur, 1. apr 2007

  Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi

  Eggert Þór Bernharðsson: Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi. Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 3. apríl 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Íslendingar eru safna- og sýningaglöð þjóð en á Íslandi eru einna flest söfn í Evrópu miðað við mannfjölda. Talsverð gróska hefur verið í safna- og sýningageiranum á […]

  Read more...

  þriðjudagur, 6. mar 2007

  Þorskastríðin 1958-1976

  „Þorskastríð Breta og Íslendinga 1958-1976. Hugleiðingar um ólíka þjóðarhagsmuni, ójafnað í hernaði, stjórnun fjölmiðla og vald stjórnvalda yfir herafla.“ Fyrirlestur í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, föstudaginn 9. mars kl. 12:00-13:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesturinn verður á ensku. Fyrirlesari er Andrew Welch, fv. kapteinn í […]

  Read more...

  sunnudagur, 25. feb 2007

  Hvað er Írak? Ástandið í Írak og sagnfræðilegar rannsóknir

  Fyrirlestur Magnúsar Þorkels Bernharðssonar í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 1. mars, kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hvað er eiginlega að gerast í Írak? Hvernig ber að meta og skilja ástandið þar? Hvað getur saga Íraks skýrt fyrir okkur um […]

  Read more...

  miðvikudagur, 21. feb 2007

  Styrkur úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar

  Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 2007, kr. 400.000. Í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka - og vinna að ritum um - sérstök verkefni er varða […]

  Read more...

  fimmtudagur, 8. feb 2007

  Fyrirlestrar landsbyggðarráðstefnu 2005 komnir út

  Út er komið rit með fyrirlestrum sem fluttir voru á sjöundu landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélagsins og Félags þjóðfræðinga sem haldin var í samvinnu við Héraðssafn Austurlands og aðra heimamenn á Eiðum á Fljótsdalshéraði í júní 2005. Ráðstefnuritið er alls 120 blaðsíður. Útgefendur þess eru Héraðsnefnd Múlasýslna og Sagnfræðingafélag Íslands. Ritstjóri er Hrafnkell Lárusson. Ráðstefnuritið kemur út sem […]

  Read more...

  föstudagur, 5. jan 2007

  Hvort kemur á undan, rannsóknir eða miðlun?

  Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 9. janúar 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Útdráttur: Sagnfræðingar geta ekki fengist við rannsóknir án hliðsjónar af því að ætlunin er að miðla einhverjum sannleika um fortíðina. Rannsókn hlýtur því jafnan að taka mið af þeim spurningum sem lagðar er til grundvallar. Val […]

  Read more...

  sunnudagur, 17. des 2006

  Sannast sagna: Efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði og hvernig má eyða þeim

  Síðasti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins á þessu ári, þriðjudaginn 19. desember 2006, kl. 12:05-12:55. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Í erindinu verður fjallað um nokkrar efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði sem sprottið hafa úr ranni heimspekinnar eða fengið byr undir báða vængi þar. Einkum verður hugað að efasemdum sem spretta af hugmyndum um grunngerð tungumálsins, ofuráherslu […]

  Read more...

  laugardagur, 9. des 2006

  Bókakynning 12. desember

  Árlegur bókakynningarfundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður í húsi Sögufélags við Fischersund þriðjudagskvöldið 12. desember. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir á hann. Léttar veitingar verða í boði. Fyrri fundir hafa verið fjörlegir og fræðandi og víst er að engin breyting verður á í þetta sinn. Eftirfarandi bækur verða kynntar og ræddar í […]

  Read more...

  þriðjudagur, 5. des 2006

  Ályktun um Íslendingabók

  Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands samþykkti og sendi frá sér eftirfarandi ályktun 3. desember 2006: Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af því ástandi sem skapast með uppsögnum starfsmanna Íslendingabókar. Gagnagrunnur Íslendingabókar hefur nýst fræðimönnum á undanförnum árum við rannsóknir og sparað þeim ómælda vinnu. Þá hefur almenningur sótt mikið í grunninn. Meðal þeirra sem láta af […]

  Read more...

This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com