Sjöundi og síðasti hádegisfyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 3. desember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Haraldur Hreinsson flytur fyrirlestur um upphaf kirkjuvaldsstefnunnar eða hinnar gregoríönsku siðbótar á Íslandi með hliðsjón af aðferðum menningarsögu. Jafnan er litið svo […]
Read more...Sent at: 11:13 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands hefur auglýst stöðu lektors í sagnfræði lausa til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að lektorsstaðan snýr að kennslu og rannsóknum á sviði erlendrar sögu síðari alda og kennslu í Hagnýtri menningarmiðlun. Umsóknarfrestur er til 6. janúar. Undir lok síðasta mánaðar auglýsti Háskóli Íslands einnig allt að átta nýdoktorsstyrki til handa […]
Read more...Sent at: 10:59 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Sjötti fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Ýmsir bannhelgir staðir hér á landi hafa lítil sem mikil áhrif á umhverfi og landslag sem og umgengni mannsins við þessa vissu staði í […]
Read more...Sent at: 17:54 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Gunnar Karlsson sagnfræðingur er látinn, áttatíu ára að aldri. Gunnar hafði mikil áhrif á þróun sagnfræðinnar sem fræðigreinar hérlendis eftir að hann tók til starfa við Háskóla Íslands og var mikilvirkur rithöfundur. Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Þá þegar var hann tekinn til við kennslu, fyrst við […]
Read more...Sent at: 20:31 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Haustfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands er rétt rúmlega hálfnuð, fjórir fyrirlestrar af sjö hafa þegar verið haldnir. Fyrirlestrarnir hafa verið vel sóttir og áhugaverðir. Fyrir þau sem misstu af fyrirlestrunum, eða vilja kynna sér efni þeirra betur bendum við á að upptökur af þeim er að finna á Youtube-rás félagsins. Er það vel þess virði að haka […]
Read more...Sent at: 15:44 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Fjórði fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 22. október. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Sverrir Jakobsson flytur fyrirlesturinn Jesús Kristur í ljósi kenninga um menningarlegt minni. Í þessum fyrirlestri verður þróunarsaga hugmynda um Jesúm Krist greind út frá […]
Read more...Sent at: 10:13 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Sex fræðimenn fjalla um reynslu af fornleifarannsóknum í þéttbýli á málþingi sem Íslandsdeild ICOMOS efnir til. Umfjöllunarefnið er verndun menningarminja í þéttbýli. Málþingið er haldið í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. september og hefst klukkan eitt. „Fornleifarannsóknir í þéttbýli eru í flestum tilvikum vegna framkvæmda. Framkvæmdarannsóknir vekja gjarnan mikla athygli og í tengslum við þær vakna […]
Read more...Sent at: 13:45 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Haustið er handan við hornið og það þýðir fyrst og fremst eitt: ný fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands hefst innan skamms. Umfjöllunarefnið að hausti er trú og samfélag í víðum skilningi. Mikil viðbrögð voru við kalli eftir erindum. Tillögurnar sem bárust voru margar og erfitt að gera upp á milli þeirra. Á endanum urðu sjö erindi fyrir […]
Read more...Sent at: 9:42 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
„Það er áhugavert að á Íslandi, sem er oft kallað einhvers konar jafnréttisparadís, áttu konur lengst af undir högg að sækja í stjórnmálum. Sú saga hefur ekki verið rannsökuð til hlítar. Það er eitt af því sem við ætlum að varpa ljósi á,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í kvenna- og kynjasögu. Erla Hulda vinnur […]
Read more...Sent at: 21:10 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.
Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík
Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com
Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is
About the Association The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.