Fyrirlestri Láru Magnúsardóttur sem halda átti 1. desember var frestað vegna veðurs. Lára mun í staðinn flytja fyrirlestur sinn þriðjudaginn 5. janúar 2016 kl. 12:05, en fyrirlestradagskrá vorannar hefst tveimur vikum síðar, 19. janúar. Lára Magnúsardóttir flytur hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands þriðjudaginn 5. janúar 2016 sem nefnist „Ekkja elur dreng, sögusagnir kvikna um faðerni: […]
Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.
Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík