mánudagur, 11. nóv 2019

Sjötti hádegisfyrirlestur haustsins: Álfatrú, bannhelgi og yfirnáttúra í náttúru

Sjötti fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag.

Ýmsir bannhelgir staðir hér á landi hafa lítil sem mikil áhrif á umhverfi og landslag sem og umgengni mannsins við þessa vissu staði í náttúrunni. Í erindinu mun þjóðfræðingurinn Bryndís Björgvinsdóttir tengja íslenska hjátrú á álfa og bannhelgi við náttúruvernd, en dæmi er um að hjátrú á vissa bletti leiði beint eða óbeint til þess að við þessum stöðum er ekki hróflað.

Hinn forni átrúnaður á heilagleika landsins hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlun nýlega, en til að mynda hefur hjátrú á Nýja–Sjálandi leitt til þess að vissir staðir þar á landi njóta nú sömu friðhelgi og mannfólk. Í erindinu mun Bryndís segja frá nokkrum stöðum sem hún hefur rannsakað þar sem bannhelgi ríkir, segja frá samhengi hennar og áhrifum. 

This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com