fimmtudagur, 14. mar 2019

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins 27. mars

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2019 verður haldinn miðvikudagskvöldið 27. mars í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162 (3. hæð, gengið inn úr portinu). Aðalfundarstörf hefjast kl. 20:00, sjá nánari dagskrá að neðan. Að þeim loknum, kl. 20:45, munu tveir sagnfræðingar kynna nýjar rannsóknir í faginu.

Björn Reynir Halldórsson kynnir doktorsrannsókn sína, Kvennalistinn. Feminísk ögrun við íslensk stjórnmál, en fyrir hana hlaut hann nýlega styrk úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs. Rannsóknin leggur sérstaka áherslu á samspil jafnréttisstefnu Kvennalistans og femínisma við hugmyndir hans um alþjóða-, friðar- og utanríkismál, lýðræði, efnahagsmál og umhverfismál.

Þá mun Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, flytja erindið Akademía verður til! Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking. Um er að ræða öndvegisverkefni sem samanstendur af framlagi fræðimanna á sviði sagnfræði, fornleifafræði, mannfræði og safnafræða og hlaut styrk frá Rannsóknarsjóði Íslands (RANNÍS) á liðnu ári.

Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir:
1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
4. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga.
5. Önnur mál.

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com