þriðjudagur, 20. nóv 2018

Hádegisfyrirlestur 27. nóvember: Manngerðar hörmungar á 16. öld. Dýrt er drottins orðið.

Þriðjudaginn 27. nóvember flytur Vilborg Auður Ísleifsdóttir hádegisfyrirlesturinn „Manngerðar hörmungar á 16. öld. Dýrt er drottins orðið.“ Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þetta er síðasta erindi þessa misserisins í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið, en þema þessa hausts er hörmungar.

Sköpun nútímaríkisins og barátta Lúhters fyrir endurnýjun kaþólsku kirkjunnar voru pólitískar stefnur sem komu upp á svipuðum tíma. Þær höfðu í kjölfarið áhrif hvor á aðra og nýttust hvor annarri með ýmsum hætti. Í Danmörku stefndi Kristján III að því að koma á nútímaríki í löndum sínum en máttaviðir þess voru miðstýrð stjórnsýsla með stöðluðu dómsvaldi, fastaher og lúthersk kirkja. Stofnkostnaður nútímaríkisins var mikill og hafði í för með sér gífurlega eignaupptöku og eignatilfærslu í öllum löndum hins danska ríkis.

Kirkjuordinanzían frá 1537 bylti hinni kaþólsku miðaldakirkju á Íslandi og ýmsum stofnunum hennar. Fyrirlesturinn mun fjalla um birtingarmyndir þessarar eignatilfærslu hérlendis og áhrif hennar á innviði íslensks samfélags, sem rekja má allt fram á 20. öld, einkum hvað varðar stöðu fátækra.

Vilborg Auður Ísleifsdóttir lauk BA prófi frá Háskóla Íslands í þýsku, latínu og sögu. Hún lauk MA prófi og doktorsprófi frá Johannes Gutenberg hákólanum í Mainz. Doktorsritgerð hennar fjallar um atburði 16. aldar á Íslandi og hefur komið út á þýsku og íslensku. Hún hefur starfað sem kennari, sjálfstætt starfandi fræðimaður og þýðandi.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com