mánudagur, 24. sep 2018

Hádegisfyrirlestur 2. október: Refsing guðs, náttúruhamfarir eða samfélagsmein? Um orsakir hungursneyða á Íslandi

Þriðjudaginn 2. október flytur Guðmundur Jónsson hádegisfyrirlesturinn „Refsing guðs, náttúruhamfarir eða samfélagsmein? Um orsakir hungursneyða á Íslandi“. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þetta er annað erindi þessa haustmisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið, en þema haustsins er að þessu sinni hörmungar.

Sautjánda og átjánda öldin hafa verið kallaðar hunguraldirnar í sögu Íslands enda voru þá hallæri fleiri og hungurdauði meiri en á flestum öðrum öldum Íslandssögunnar. Á tímum trúrækni og strangra siðaboða á árnýöld töldu margir að harðæri og hungur væru refsing Guðs fyrir syndugt líferni. En síðan Malthus var á dögum hafa kenningar um fæðuframboð (e. food availability theories) verið áhrifamestar skýringa á hungursneyðum. Á Íslandi hafa menn rakið samdrátt fæðuframboðs fyrst og fremst til náttúruhamfara eða versnandi veðurfars en með nýjum viðhorfum í rannsóknum á fæðukreppum á síðustu áratugum 20. aldar fóru menn að beina athyglinni meir og meir að samfélagslegum þáttum, viðbrögðum almennings og stjórnvalda og veikleikum í samfélagsbyggingu. Í erindinu fjallar Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði um hvernig skilningur fræðimanna á orsökum hungursneyða hefur breyst.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com