fimmtudagur, 15. mar 2018

Bjarnarmessa 20. mars

Þriðjudaginn 20. mars stendur Sagnfræðingafélagið ásamt Sögufélagi og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir minningarþingi um Björn Þorsteinsson sagnfræðing í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans. Þingið fer fram í fyrirlestrasal 023 í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 16:30-18:30. Fundarstjóri verður Kristín Svava Tómasdóttir, formaður Sagnfræðingafélagsins.

Dagskrá

Þingsetning: Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags
Kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttur
Helgi Skúli Kjartansson: Eigi einhamur. Æviatriði Björns Þorsteinssonar
Sveinbjörn Rafnsson: Björn Þorsteinsson, íslenskur sagnfræðingur á 20. öld
Helgi Þorláksson: Félagsmálatröllið Björn Þorsteinsson
Guðmundur J. Guðmundsson: Í slóð Björns Þorsteinssonar

Hlé kl. 17:20 í 20 mínútur. Léttar veitingar

Björn Pálsson: Fræðari og félagi
Þórunn Valdimarsdóttir: Bjössi besta Buna
Ávarp: Valgerður Björnsdóttir
Ávarp: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Styrkveiting úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar. Valgerður Björnsdóttir afhendir styrkinn
Þingslit: Anna Agnarsdóttir f.h. Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com