föstudagur, 27. okt 2017

Hádegisfyrirlestur 31. október: Fasismi og arfleifð evrópskrar nýlendustefnu. Áhrif útþenslustefnu stórveldanna á fasíska hugmyndafræði og framkvæmd

Þriðjudaginn 31. október flytur Pontus Järvstad erindið „Fasismi og arfleifð evrópskrar nýlendustefnu. Áhrif útþenslustefnu stórveldanna á fasíska hugmyndafræði og framkvæmd“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram á ensku í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þetta er fjórði fyrirlestur þessa haustmisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Fyrirlestur Pontusar er byggður á MA-ritgerð hans í sagnfræði, þar sem hann fjallar um sögulega samfellu nýlendustefnu og fasisma í Evrópu. Fræðimenn eru ekki sammála um það hvernig skuli skilgreina fasisma, hvort líta skuli á hann sem heildstæða hugmyndafræði eða fyrst og fremst sem stjórnkerfi. Flestir eru þó sammála um að hann sé andstæður lýðræði og fjölbreytileika. Því er oft lýst þannig að fasistar hafni máttarstólpum vestrænnar menningar, sem sé byggð á arfleifð upplýsingar og frjálslyndisstefnu. Þá er hins vegar litið framhjá tengslum þessara „máttarstólpa“ við evrópska nýlendustefnu. Þeirri mynd er oft brugðið upp af fasismanum að hann hafi komið „að utan“. Fasismi millistríðsáranna var hins vegar ekki aðeins nýlunda fyrir fólki á þeim tíma heldur var hann einnig að mörgu leyti kunnuglegur, enda byggði hann á hugmyndalegri samfellu nýlendustefnunnar.

Pontus Järvstad er með meistaragráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og byggir fyrirlesturinn á lokaverkefni hans. Pontus leggur nú stund á að taka kennsluréttindin og er að skrifa bókarkafla um andfasisma á Íslandi sem er hluti samnorræns rannsóknarverkefnis.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com