þriðjudagur, 28. mar 2017

Öræfabörn. Viðhorf til hreindýra á Íslandi á 18. og 19. öld

Þriðjudaginn 4. apríl flytjur Unnur Birna Karlsdóttir erindið „Öræfabörn. Viðhorf til hreindýra á Íslandi á 18. og 19. öld”. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, en hann tilheyrir röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Fjallað verður um meginþræði í viðhorfum til hreindýra frá því þau voru flutt til landsins og fram á 19. öld og rakið hvort og hvað breytist á þessu hundrað ára tímabili og hvers vegna. Hreindýr geta að sjálfsögðu ekki flokkast sem jaðarhópur á kanti ríkjandi menningar í þjóðfélaginu eins og á við um ýmsa minnihlutahópa í samfélagi manna, en þau voru engu að síður í vissum skilningi jaðarsett í viðhorfum manna til sambúðar manns og náttúru, allt frá því þeim var hleypt í land af dönskum skipum á síðari hluta 18. aldar.

Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur (f. 1964) er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er umhverfissagnfræði. Hún starfar nú hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi og vinnur meðal annars að rannsókn á sögu hreindýra á Íslandi og ritun bókar um það efni.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com