fimmtudagur, 23. mar 2017

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins var haldinn þriðjudagskvöldið 21. mars í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands. Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti og að þeim loknum héldu sagnfræðingarnir Anna Agnarsdóttir og Davíð Ólafsson áhugaverð erindi um bækur sem þau hafa nýlega gefið út á erlendri grundu.

Þó nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins á fundinum, en fimm af sjö stjórnarmönnum yfirgáfu stjórnina: Vilhelm Vilhelmsson formaður, Anna Dröfn Ágústsdóttir varaformaður, Guðný Hallgrímsdóttir gjaldkeri, Margrét Gunnarsdóttir ritstjóri fréttabréfs og Sumarliði Ísleifsson meðstjórnandi. Í þeirra stað voru kjörin í stjórnina sagnfræðingarnir Gunnar Örn Hannesson, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Markús Þ. Þórhallsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Rakel Adolphsdóttir. Kristín Svava Tómasdóttir, sem áður var vefstjóri félagsins, var kjörin formaður, en Hrafnkell Lárusson er áfram ritari og skjalavörður.

Fráfarandi stjórnarmönnum er þakkað fyrir vel unnin störf og gott samstarf á liðnum árum.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com