þriðjudagur, 14. feb 2017

Hádegisfyrirlestur 21. febrúar: „Ég viðurkenni ekki tískuna, að „frjósa menn út““. Óþægilegar skoðanir þaggaðar

Þriðjudaginn 21. febrúar flytjur Úlfar Bragason erindið „Ég viðurkenni ekki tískuna, að „frjósa menn út““. Óþægilegar skoðanir þaggaðar. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Jón Halldórsson, sem kenndi sig við Stóruvelli í Bárðardal (1838–1919), var meðal fyrstu Íslendinganna sem fluttust vestur um haf og gerðust landnemar í Ameríku. Í bókinni Atriði ævi minnar (2005) safnaði fyrirlesarinn saman úrvali bréfa og greina sem Jón Halldórsson lét eftir sig. Frelsi, menning, framför, voru einkunnarorð félags Íslendinga í Vesturheimi sem stofnað var í Milwaukee, 2. ágúst 1874. Skrif Jóns eru kennslubók í lýðræðislegum skoðanaskiptum og orðræða um frelsi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um gagnrýni Jóns á landnám Íslendinga í Nýja Íslandi og á íslenskt bændasamfélag á 19. öld og þau heiftarlegu viðbrögð sem hann fékk við gagnrýninni.

Úlfar Bragason er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum síðan 2006. Stofustjóri alþjóðasviðs stofnunarinnar. Hann var áður forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals 1988-2006. Hann kenndi við University of Chicago 1986-1987 og lauk doktorsprófi frá University of California, Berkeley 1986. Ritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlunga sögu. Rannsóknir hans beinast að fornsögum, flutningum Íslendinga til Vesturheims og íslenskri menningu

Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com