föstudagur, 25. nóv 2016

Hádegisfyrirlestur 29. nóvember: Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala

Þriðjudaginn 29. nóvember flytur Dr. Sigurgeir Guðjónsson erindið „Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Í erindinu rekur Sigurgeir rannsóknarhefðir nágrannalandanna í geðheilbrigðissögu. Í kjölfarið verður kynnt hvaða kenningar liggja til grundvallar í rannsókninni og hverju var hafnað. Við rannsóknina var notast við margvíslegar heimildir s.s. opinber gögn og efni frá einstaklingum. Bæði var stuðst við textagreiningu (eigindlega nálgun) og megindlega nálgun, (sbr manntöl og aðrar tölulegar upplýsingar. Uppbygging ritgerðarinnar og tímarammi ásamt niðurstöðum verða kynntar. Að lokum verður varpað ljósi á hvaða þýðingu rannsóknin hefur fyrir íslenska sagnfræði.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com