mánudagur, 31. okt 2016

Hádegisfyrirlestur 1. nóvember: Karlmenn í fæðingarhjálp

Þriðjudaginn 1. nóvember flytur Erla Dóris Halldórsdóttir doktor í sagnfræði erindið „Karlmenn í fæðingarhjálp.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í dag starfar enginn karlmaður sem ljósmóðir á Íslandi og svo hefur ekki verið frá því í byrjun 20. aldar. Karlmenn tóku þó á móti börnum og sá fyrsti sem lauk ljósmæðraprófi gerði það árið 1776. Það var bóndi í Suður-Þingeyjarsýslu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hóp af körlum sem sinntu ljósmæðrastörfum á Íslandi á 18. og 19. öld. Saga þessara karla er við það að gleymast.

Erla Dóris Halldórsdóttir varði doktorsritgerð sína, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760–1880, við Háskóla Íslands í lok október á þessu ári en hún lauk bæði BA–prófi og MA–prófi í sagnfræði við sama skóla. Síðustu ár hefur hún starfað, með hléum, sem sérfræðingur hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Hún starfar nú sem sjálfstætt starfandi sagnfræðingur.

Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com