miðvikudagur, 28. sep 2016

Hádegisfyrirlestur 4. október: Jartein og sakramenti: Nýir tímar, ný bjargráð

Þriðjudaginn, 4. október, flytur Skúli S. Ólafsson erindið „Jartein og sakramenti: Nýir tímar, ný bjargráð“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, en fyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Í fyrirlestrinum fjallar Skúli um altarissakramentið sem öðlaðist aukið vægi í stjórnsýslu, menningu og trúarlífi á Íslandi og víðar þar sem lútherskur siður ríkti í kjölfar siðaskiptanna. Þeirri spurningu verður varpað fram hvort altarisgangan hafi öðlast þann sess sem jartein höfðu á miðöldum, sem haldráð í baráttu daganna og tenging við æðri máttarvöld.

Skúli S. Ólafsson er fæddur í Reykjavík 1968. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann hefur stundað framhaldsnám við Kaupmannhafnarháskóla og Gautaborgarháskóla og birt nokkrar fræðigreinar um íslensku kirkjuna á lærdómsöld. Sumarið 2014 varði hann doktorsritgerð sína við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Heiti ritsins er Altarisganga á Íslandi 1570 til 1720. Fyrirkomulag og áhrif. Skúli er sóknarprestur við Neskirkju.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com