mánudagur, 22. ágú 2016

Fyrirlestur 3. september: Læknaréttarhöldin í Nürnberg

Laugardaginn 3. september næstkomandi standa Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Sagnfræðingafélag Íslands fyrir fyrirlestri þýska fræðimannsins Andreas Frewer um læknaréttarhöldin í Nürnberg 1946-1947. Fyrirlesturinn er á ensku og kallast „Physicians without Ethics? 70 Years Nuremberg Doctor´s Trial“. Hann fer fram í Þjóðminjasafninu og hefst kl. 10:00.

Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar fóru fram réttarhöld í Nürnberg yfir þýskum læknum sem gert höfðu hörmulegar rannsóknir á fólki í tíð nasista. Læknaréttarhöldin mörkuðu tímamót í sögu læknisfræðinnar. Þau snerust um læknisfræði án mannúðar og vísindi án siðferðislegra takmarkana. Helsinki-yfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna má rekja til svokallaðra Nürnberg-reglna sem samdar voru í kjölfar þessara réttarhalda.

Andreas Frewer er prófessor í siðfræði og sögu læknisfræðinnar við Háskólann í Erlangen-Nürnberg í Þýskalandi. Hann nam læknisfræði, heimspeki og sögu læknisfræðinnar í Munchen, Vín, Berlín og víðar. Frewer er höfundur yfir 200 greina og nokkurra bóka um siðfræði og sögu læknisfræðinnar.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com