þriðjudagur, 22. mar 2016

Hádegisfyrirlestur 29. mars: Fjöldahreyfingar með skýr gildi og virðingu fyrir náttúru

Þriðjudaginn 29. mars heldur Anna Kristjánsdóttir hádegisfyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu sem hún kallar „Fjöldahreyfingar með skýr gildi og virðingu fyrir náttúru“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands en hádegisfyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Fjallað er um fjöldahreyfingar með skýr gildi og áherslu, m.a. á náttúru landsins og að virða hana. Til grundvallar liggja skrif bókarinnar Skátafélag - mikilvægt afl í samfélagi, en þar er athygli einnig beint að öðrum félögum sem skátar áttu samskipti og samstarf við undanfarna öld.

Anna Kristjánsdóttir lauk BA-prófi í stærðfræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1967 og varð cand.pæd. í stærðfræði árið 1972. Hún var ráðin lektor í stærðfræði við Kennaraháskóla Íslands árið 1980, síðar dósent í stærðfræði og frá 1991 prófessor í stærðfræðimenntun. Árið 2002 var hún kölluð til starfa í Noregi og starfaði þar næstu árin en frá árinu 2011 hefur hún verið prófessor emerita við Háskóla Íslands og Háskólann í Agder í Noregi. Anna á að baki ýmis störf og skrif alþjóðlega á fræðasviðum og í félagsmálum.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com