fimmtudagur, 17. mar 2016

Aðalfundur og pallborðsumræður um fólksflutninga í sögulegu ljósi

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. mars næstkomandi á Mímisbar, Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 20:00.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.


Pallborðsumræður um fólksflutninga í sögulegu ljósi

Að loknum aðalfundi býður félagið upp á pallborðsumræður um flutninga fólks milli landa í sögulegu ljósi. Framsögumenn verða:
- Íris Ellenberger, nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, en hún hefur í rannsóknum sínum fjallað um danska innflytjendur á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar.
- Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur og gagnrýnandi sem nýverið hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2016 fyrir metsölubók sína Stríðsárin 1939-1945.
- Björn Reynir Halldórsson, MA í sagnfræði frá Edinborgarháskóla, en hann hefur rannsakað sögu hælisleitar og hælisleitenda á Íslandi.

Joanna Marcinkowska mun stjórna umræðum, en hún hefur gegnt varaformennsku í Samtökum kvenna af erlendum uppruna og starfar sem ráðgjafi í innflytjendamálum hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur.

Pallborðsumræðurnar eru öllum opnar og hefjast um klukkan 20:30. Allir velkomnir!


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com