þriðjudagur, 8. mar 2016

Hádegisfyrirlestur 15. mars: Frumbýlingsárin

Þriðjudaginn 15. mars heldur Sigurður E. Guðmundsson hádegisfyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu sem hann kallar „Frumbýlingsárin“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands en hádegisfyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkalýðsbaráttuna á tímabilinu 1921-1936 með megináherzlu á Togaravökulögin 1921 og 1928, Slysatryggingarnar 1925, Verkamannabústaðina 1929 og 1935 og Alþýðutryggingarnar 1936. Öll þessi lagasetning hvíldi mjög á herðum þeirra Haraldar Guðmundssonar, Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar, að ógleymdum Vilmundi Jónssyni. Alþýðuflokkurinn var í fararbroddi fyrir henni, en jafnframt naut hún mikilvægs stuðnings manna úr öðrum þingflokkum, svo sem greint verður frá. Í fyrirlestrinum munu koma fram nokkur mikilvæg efnisatriði, sem ekki hefur áður verið skýrt frá.

Sigurður E. Guðmundsson hefur stundað nám í sagnfræði við Háskóla Íslands frá því að hann fór á eftirlaun í árslok 1998. Að loknu BA-prófi 2002 og MA-prófi 2005 hóf hann nám til doktorsprófs í sagnfræði við HÍ. Ritgerðin er nú fullgerð og verður senn lögð fram til varnar. Býst Sigurður við að verja hana á komandi hausti eða vetri. Heiti hennar er „Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar. Þættir úr sögu velferðar 1887 til 1947.“


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com