þriðjudagur, 9. feb 2016

Hádegisfyrirlestur 16. febrúar: „Í þarfir bindindisins“. Góðtemplarastúkur og áhrif mótandi orðræðu. Félagsleg og hugmyndaleg áhrif inn á 20. öld

Þriðjudaginn 16. febrúar heldur Nanna Þorbjörg Lárusdóttir hádegisfyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu, sem hún nefnir „„Í þarfir bindindisins“. Góðtemplarastúkur og áhrif mótandi orðræðu. Félagsleg og hugmyndaleg áhrif inn á 20. öld“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands en hádegisfyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Góðtemplarareglan var fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi á ofanverðri nítjándu öld og á fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu. Stúkur spruttu upp víða um land og starfsemin breiddist út líkt og eldur í sinu. Markmið templara var „útrýming áfengisnautnarinnar“ og meginbaráttumálið aðflutningsbann á áfengi, sem náðist fram með löggjöf árið 1909. Í erindinu er það orðræðan, áhrifamáttur hennar á einstaklinginn og samfélagið sem er í brennidepli í ljósi kenninga um stjórnvaldstækni og lífvald. Fjallað verður um áhrifin af stúkustarfinu og bindindisbaráttunni í félagslegum og hugmyndalegum skilningi: Áhrifin á upphaf íslenskrar verkalýðshreyfingar og líkindin með stúkunum og fyrstu verkalýðsfélögunum, einnig áhrifin af orðræðu stúkubræðra á stúkusystur og réttindabaráttu kvenna, en í stúkum störfuðu konur á yfirlýstum jafnréttisgrundvelli með körlum. Að lokum verður fjallað um orðræðu templara um áfengið sem „eitur“ og samfélagsvá og áhrif hennar á viðhorf Íslendinga til áfengismála inn á tuttugustu öld.

Nanna Þorbjörg Lárusdóttir er sagnfræðingur og starfandi framhaldsskólakennari. Hún lauk meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands haustið 2014.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com