miðvikudagur, 30. sep 2015

Hádegisfyrirlestur: Frá langhúsum til gangabæja. Áhrif kristnivæðingarinnar á veraldleg húsakynni og stöðu kvenna á Íslandi á miðöldum

Steinunn Kristjánsdóttir heldur hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins þriðjudaginn 6. október undir yfirskriftinni Frá langhúsum til gangabæja. Áhrif kristnivæðingarinnar á veraldleg húsakynni og stöðu kvenna á Íslandi á miðöldum. Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og hefst kl. 12:05.

Kristnivæðingin á víkingaöld og miðöldum hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks í Evrópu. Fram koma skýrar breytingar í grafsiðum Íslendinga við kristnitökuna um 999/1000 en um svipað leyti voru fyrstu kirkjur landsins reistar. Kristnitakan leiddi þó ekki aðeins til breytinga á trúarlegum lífsháttum, heldur veraldlegum einnig. Í fyrirlestrinum verður sagt frá þeim áhrifum sem kristnivæðingin hafði í för með sér hérlendis fyrstu aldirnar eftir kristnitöku en lögð áhersla á að skoða hvernig breytingar á heimilishaldi og stöðu kvenna endurspeglast í húsakynnum landsmanna.

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com