föstudagur, 25. sep 2015

Kallað eftir tillögum að hádegisfyrirlestrum vormisseris 2016: Fjöldahreyfingar

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir erindum á hádegisfyrirlestrum félagsins á vormisseri 2016. Þemað í þetta sinn er „Fjöldahreyfingar“.

Fjöldahreyfingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Á næsta ári, 2016, eru liðin 100 ár frá stofnun Alþýðusambands Íslands. Af því tilefni hefur Sagnfræðingafélag Íslands ákveðið að fyrirlestraröð vormisseris 2016 tengist málefnum fjöldahreyfinga frá öndverðu til samtímans. Við leitum eftir erindum sem varða verkalýðshreyfinguna og aðrar fjöldahreyfingar, bindindishreyfinguna, kvennahreyfinguna, ungmennafélagshreyfinguna, starf þeirra, tengsl innbyrðis, við stjórnmál, velferðarsamfélag, jafnrétti, umhverfi eða aðra mikilvæga samfélagsþætti. Áhugasamir snúi sér til Vilhelms Vilhelmssonar í netfangið viv13@hi.is

Tillögur að erindum skulu innihalda titil og/eða stutta efnislýsingu og sendast á ofangreint netfang.

Skilafrestur tillagna er 15. október.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com