mánudagur, 11. maí 2015

Fundur um Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga og Scandinavian Journal of History

Sagnfræðingafélag Íslands heldur félagsfund þriðjudaginn 19. maí næstkomandi kl. 20:30 í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2.

Dagskrá:

1.  Formaður greinir frá störfum Landsnefndar íslenskra sagnfræðinga, sem fyrirhugað er að endurvekja

2. Kjör tveggja fulltrúa í Landsnefnd

3. Önnur mál

Að fundarstörfum loknum mun Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði við HÍ halda stutt erindi um tímaritið Scandinavian Journal of History, en sagnfræðingafélögin á Norðurlöndum standa að útgáfu þess. Guðmundur hefur verið aðalritstjóri tímaritsins undanfarin fimm ár en lætur af störfum síðar á þessu ári.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com