miðvikudagur, 4. mar 2015

Hádegisfyrirlestur: Hreinlæti og óhreinlæti í lýsingum frá Íslandi og Grænlandi frá 18. öld og fram á hina 20.

Þriðjudaginn 10. mars flytur Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur og ritstjóri, hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni „Hreinlæti og óhreinlæti í lýsingum frá Íslandi og Grænlandi frá 18. öld og fram á hina 20.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:05.

Í erindinu verður rætt um hvernig hugmyndir um óhreinlæti og hreinlæti birtast í erlendum lýsingum frá Íslandi og Grænlandi frá 18. öld og fram á hina 20. og kannað hvaða merkingu þessar lýsingar hafa: Eru þær ef til vill aðallega til marks um það hvort og hvernig þjóðir þessara landa séu hluti af siðmenningu og nútíma eða ekki. Litið verður til þess hvort hugmyndir á þessu sviði hafi breyst á 19. og 20. öld og hvernig and-nútímaleg viðhorf höfðu áhrif í þessu samhengi. Kynþáttahyggja kemur hér einnig til umræðu og hvort litið hafi verið á fólk þessara landa sem „hreint“ eða ekki í því samhengi. Loks verður getið um hvaða aðrir menningarsögulegir þættir koma helst til sögu þegar metið er hvort fólk teljist nútímalegt og siðmenntað eða ekki.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com