mánudagur, 16. feb 2015

Bókafundur Sagnfræðingafélagsins og Sögufélags

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn í nýjum húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Þórunnartúni 2 (áður Skúlatúni 2) í Reykjavík fimmtudagskvöldið 19. febrúar kl. 20:00-22:00. Á fundinum verður sjónum fyrst beint að ævisögum og hvaða ólíku tökum sagnaritarar geta tekið viðfangsefni sín. Síðan mun sagan snúast um Reykjavík í öllu sínu veldi, borgina sem var og borgina sem hefði getað orðið. Með þetta í huga verður fjallað um eftirtalin rit:

Gísli Pálsson, Hans Jónatan. Maðurinn sem stal sjálfum sér
Helga Guðrún Johnson, Saga þeirra, sagan mín. Katrín Stella Briem
Eggert Þór Bernharðsson, Sveitin í sálinni. Búskapur í Reykjavík og myndun borgar
Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg, Reykjavík sem ekki varð

Allir eru velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Staðsetningu ReykjavíkurAkademíunnar má sjá hér:

http://ja.is/kort/?q=Reykjav%C3%ADkurAkadem%C3%ADan%2C%20%C3%9E%C3%B3runnart%C3%BAni%202&x=358360&y=407950&z=8&type=map


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com