þriðjudagur, 20. jan 2015

Hádegisfyrirlestur: Ferð til fortíðar og sagnfræðingurinn í verki sínu

Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2015 hefst þriðjudaginn 27. janúar nk. með fyrirlestri Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn í verki sínu. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:05.

Ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn í verki sínu

Þótt þeir tímar séu liðnir að sagnfræðingar ímyndi sér að þeir geti að öllu leyti verið hlutlausir gagnvart heimildum sínum er furðu lítið skrifað um það efni á Íslandi. Og heldur ekki hvernig þeir komast að niðurstöðu. Þetta er þó aðkallandi umfjöllunarefni, ekki síst þegar unnið er að rannsókn á ævi einstaklings. Ævisögurritarar, segir bandaríski sagnfræðingurinn Jill Lepore, eru frægir að endemum fyrir að verða ástfangnir af viðfangsefni sínu. Sem fellur svo oftar en ekki af stallinum þegar á rannsóknina líður því aðdáunin getur breyst í óbeit. Í fyrirlestrinum verður rætt um ferð sagnfræðingsins til fortíðar og stöðu hennar sjálfrar í rannsókninni – um samtvinnun tilfinninga og fræða, fortíðar og samtíðar. Um það sem gerist í rýminu milli gamalla bréfa í kassa og bókar, ævisögunnar.

Erla Hulda Halldórsdóttir er sérfræðingur í kvenna- og kynjasögu hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vinnur sem stendur að rannsókn á ævi og bréfum Sigríðar Pálsdóttur.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com