föstudagur, 7. nóv 2014

Fræðslufundur um Sarp 12. nóvember

Sagnfræðingafélagið vekur athygli á fræðslufundi um menningarsögulega gagnasafnið Sarp, sem Rekstrarfélags Sarps stendur að í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 12. nóvember kl. frá kl. 16:00-17:30.

Markmiðið með fundinum er að veita fundargestum - vísindasamfélaginu - innsýn inn í Sarp, kynna hvaða efni gagnasafnið hefur að geyma og hvernig það getur hugsanlega nýst til rannsókna og kennslu. Fundurinn er hugsaður fyrir háskólakennara, nemendur þeirra og fagfélög innan sagn-, fornleifa- og þjóðfræði og eru allir velkomnir sem vilja fræðast um Sarp. Anna Lísa Rúnarsdóttir, settur Þjóðminjavörður, opnar fundinn og fjallar um þau tækifæri sem felast í rannsóknum á safnkosti, sem Sarpur, sem akademískt verkfæri, gefur aðgang að. Sigurður Trausti Traustason, fagstjóri Rekstrarfélags Sarps, fer síðan yfir kerfið og möguleika þess og situr fyrir svörum.

Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig til leiks hér: http://www.landskerfi.is/skra.php Valið er úr listanum "SARPUR - fræðslufundur fyrir háskólafólk" og viðeigandi upplýsingar fylltar inn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com