laugardagur, 22. mar 2014

Hádegisfyrirlestur á Þjóðminjasafni: Að skoða það smáa; áskoranir og álitamál.

Kæru félagar

Næstkomandi þriðjudag, þann 25. mars, mun Unnur María Bergsveinsdóttir flytja erindi sem kallast „Að skoða það smáa; áskoranir og álitamál.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05

Í lýsingu á erindinu segir:

Að skoða það smáa; áskoranir og álitamál. Það að skoða það smáa felur í sér margvíslegar áskoranir. Í erindinu lýsir Unnur María ýmsum álitamálum sem upp komu við rannsókn hennar á íslensku pönkbylgjunni sem reis og hneig í Reykjavík á árunum upp úr 1980. Þrátt fyrir að pönkið væri að miklu leyti innflutt menning gerðu ýmsar aðstæður, ekki síst einangrun landsins, það að verkum að ekki var hægt að ganga út frá því að eðli og inntak erlends pönks væri sjálfkrafa yfirfæranlegt yfir á íslenska pönkmenningu. Þrátt fyrir síaukinn áhuga á þessum kafla íslenskrar menningarsögu hefur pönkið enn lítt verið rannsakað og var öflun munnlegra heimilda nauðsynleg undirstaða rannsóknarinnar. Hér var um að ræða smáan menningarkima í fámennu og fremur einsleitu samfélagi en viðtölin drógu hinsvegar upp mynd af menningarkima sem var mun margbrotnari en ætla mætti. Bæði rannsókninni og nálgun hennar má því að vissu leyti líkja við það að rýna í smásjá, sem skapaði bæði áskoranir og álitamál þegar kom að því að draga almennar ályktanir um umfjöllunarefnið.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com