mánudagur, 24. feb 2014

Hádegisfyrirlestur á morgun: Gervasoni-málið. Viðhorf stjórnvalda og almennings til hælisleitanda.

Á morgun þriðjudag mun Björn Reynir Halldórsson flytja erindi sem kallast "Gervasoni-málið. Viðhorf stjórnvalda og almennings til hælisleitanda". Erindið er hluti af hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina "Nýjar rannsóknir í sagnfræði". Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05.

Í lýsingu á erindinu segir:

Árið 1980 sótti Frakkinn Patrick Gervasoni um pólitískt hæli á Íslandi á grundvelli yfirvorfandi fangelsisdóms fyrir að neita að gegna herþjónustu. Umsókninni var hafnað en skiptar skoðanir voru um ákvörðunina og hatrammar deilur spunnust um málið. Í fyrirlestrinum verður lögð megináhersla á að greina frá hvernig meðferð umsókn um pólitískt hæli fékk á þessum tíma, hversu vel íslensk stjórnsýsla var í stakk búin til að takast á við málið og hvað réði mestu um ákvörðunina. Að auki verður fjallað um deiluna í samfélaginu og sjónarmið beggja aðila greind. Loks verður rakið hvernig óstöðugt stjórnmálaástand á Íslandi hafði áhrif á framgang og lausn málsins.

Allir velkomnir!

 


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com