sunnudagur, 9. feb 2014

Hádegisfyrirlestur á Þjóðminjasafni: "Hvað er umhverfissagnfræði?"

Næstkomandi þriðjudag, þann 11. febrúar, mun Óðinn Melsted flytja erindi sem kallast: „Hvað er umhverfissagnfræði? Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05.

Í lýsingu á erindinu segir:
Umhverfissagan (e. environmental history) hefur notið aukinna vinsælda á undanförnum áratugum, en er þó eftir sem áður jaðargrein í fræðunum. Á meðan fræðimenn úr ýmsum áttum hafa lagt áherslu á tengsl manns og umhverfis hefur reynst erfitt að samræma umhverfis- og mannkynssögu. Í erindinu verður fjallað um eðli, tilgang og gagn umhverfissagnfræðinnar og þá sérstaklega í íslenskri sagnfræði. Metið verður það sem gert hefur verið og lagt til hvað bæta mætti. Því til stuðnings verður greint frá niðurstöðum eigin rannsókna á afleiðingum svokallaðra Skaftárelda 1783–1784, dæmigerðum atburði Íslandssögunnar um tengsl manns og umhverfis.

This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com