fimmtudagur, 28. nóv 2013

Hádegisfyrirlestur: Til heiðurs föðurlandinu – í nafni þjóðanna: Endurheimt (þjóð)minja úr dönsku safni.

Næstkomandi þriðjudag, þann 3. desember, mun Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir flytja erindi sem kallast: „Til heiðurs föðurlandinu – í nafni þjóðanna: Endurheimt (þjóð)minja úr dönsku safni.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“

Í lýsingu á erindi Önnu Þorbjargar segir:

Eftir miklar málaleitanir var helmingi safns íslenskra miðaldagripa í Þjóðminjasafni Danmerkur skilað til Íslands árið 1930. Margir þessara gripa teljast til helstu dýrgripa þjóðarinnar og eru til sýnis í grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands. Hinn helmingurinn er ennþá varðveittur í Danmörku. Nokkrir gripanna eru einstakir í sinni röð og eru sem slíkir til sýnis í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins danska. Flutningur gripanna til Kaupmannahafnar, endurheimt þeirra til Íslands árið 1930, aðdragandi og áratugalangur eftirmáli þeirra gefa áhugaverða innsýn í síkvikar hugmyndir okkar um gildi minja fyrir ríki og þjóðir.

Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05.

Með erindi Önnu Þorbjargar lýkur dagskrá þessa misseris hjá Sagnfræðingafélagi Íslands en yfirskrift næstu hádegisfunda félagsins er „Nýjar rannsóknir í sagnfræði.“


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com