föstudagur, 1. nóv 2013

Hádegisfyrirlestur: Útrýming moldargrena og varðveisla þjóðminja

Næstkomandi þriðjudag, þann 5. nóvember, mun Sigurjón Baldur Hafsteinsson flytja erindi sem kallast: „Útrýming moldargrena og varðveisla þjóðminja.“ í fyrirlestrarsal

Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“

 

Í lýsingu á erindinu segir:

Í fyrirlestrinum verður rakið hvernig torfbærinn er um miðja 19. öld er álitin tákngervingur danskrar kúgunar, hvernig opinberir aðilar um áratuga skeið gera sér sérstakt far um að

útrýma húsagerðinni og loks hvaða þættir það eru sem ráða því að torfbærinn verður að sérstöku viðfangsefni minjavörslunar í landinu. Sérstaklega verður vikið að því hvernig

safnapólitík og umræðan um torfbæinn hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga í tengslum við vinnu heimsminjaskrárnefndar við að tilnefna torfbæinn til heimsminjaskrár UNESCO.

Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12.05.

 

Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,

Guðný Hallgrímsdóttir


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com