sunnudagur, 29. sep 2013

"Guð blessi Ísland" - fimm árum síðar

Málþing Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 laugardaginn 5. október 2013 kl. 15 - 17.15.
Ávarp: Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar
Frummælendur:
Kristín Loftsdóttir mannfræðingur, Háskóla Íslands: „Að komast í fremstu röð“: Íslensk þjóðarímynd og vöruhús minninga.
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, Háskólanum á Bifröst: „Hrun, hvaða hrun?“Áhrif efnahagsmála á sjálfsmynd þjóðar.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, Háskóla Íslands: Dómur sögunnar. Bankahrunið og sagnfræðileg álitamál.
Gylfi Zoëga hagfræðingur, Háskóla Íslands: Bankahrunið fimm árum síðar: Höfum við eitthvað lært?
Fundarstjóri: Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur, ReykjavíkurAkademíunni.

This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com