föstudagur, 6. sep 2013

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands

Næstkomandi þriðjudag, þann 10. september, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands aftur eftir sumarleyfi. Yfirskrift haustmisseris er „Hvað eru þjóðminjar?“ og er við hæfi að Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefji dagskrá misserisins með umræðu um hlutverk Þjóðminjasafns Íslands á 21. öldinni.

Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05. 

Margrét Hallgrímsdóttir: Safnasamtal Þjóðminjasafns Íslands. Hlutverk og framtíðarsýn höfuðsafns.

Starfsemi Þjóðminjasafns Íslands byggir á því mikilsverða safnastarfi sem unnið hefur verið að allt frá því safnið var stofnað árið 1863. Með virðingu fyrir sögu stofnunarinnar og þeirra sem þar hafa starfað er litið fram á veginn og hugað að hlutverki Þjóðminjasafns Íslands á 21. öldinni.

Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,

Guðný Hallgrímsdóttir


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com