miðvikudagur, 26. jún 2013

Ályktun Sagnfræðingafélags Íslands um Miðstöð munnlegrar sögu

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands harmar að staða verkefnisstjóra við Miðstöð munnlegrar sögu (MMS) – ein af örfáum stöðum innan fagsviðs sagnfræðinnar hjá opinberri stofnun – hafi ekki verið auglýst laus til umsóknar og þar með gerð aðgengileg sagnfræðingum, þegar hún losnaði nú á vordögum. Einnig harmar stjórnin þann niðurskurð sem hefur leitt til þess að nú sé verkefnisstjóri aðeins í hlutastarfi við MMS.

Um leið og stjórn Sagnfræðingafélags Íslands gerir sér grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og þeim tímabundnu ráðstöfunum sem yfirstjórn safnsins hefur þurft að grípa til í starfsemi MMS hvetur hún yfirstjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns til að standa vörð um markmið MMS eins og þau eru tíunduð í samningi um sameiningu MMS við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn frá 15. mars 2012 og lýtur að fræðilegum metnaði og fagmennsku á sviði munnlegrar sögu. Aðferðarfræði munnlegrar sögu (e. oral history) er og verður æ mikilvægari þáttur í yfirfærslu fortíðar til samtíðar eftir því sem veröld okkar verður flóknari og margþættari.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com