mánudagur, 8. apr 2013

Skáldað í byggingararfinn?

Á morgun, þriðjudaginn 9. apríl, verður lokafyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur?

Að þessu sinni flytur Guðrún Harðardóttir, sérfræðingur í byggingarsögu hjá Þjóðminjasafni Íslands, erindið: „Skáldað í byggingararfinn?“

Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05

Abstract:

Íslendingar hafa verið iðnir við að reisa tilgátuhús á undanförnum árum. Í fyrirlestrinum verður gerð tilraun til kortlagningar á tilgátuteikningum og tilgátuhúsum hér á landi. Skyggnst verður inn í sumar teikninganna og vafinn sem höfundar þeirra setja fram er dreginn upp á yfirborðið til mótvægis við þá tilhneigingu tilgátuteikninga að verða frekar að sannleika í hugum fólks en annar sögulegur skáldskapur. Þá verður einnig skoðað í hvaða samhengi tilgátuteikningar eru gerðar og tilgátubyggingar reistar.

 

Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,

Vilhelm Vilhelmsson


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com