föstudagur, 11. jan 2013

„Uppgjör við fortíðina – Nýja sögulega skáldsagan í Rómönsku Ameríku“.

Kæru félagar,

Næstkomandi þriðjudag, þann 15. janúar, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á ný eftir stutt hlé yfir hátíðirnar. Á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur?

Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands ríður á vaðið að þessu sinni með erindi sínu: „Uppgjör við fortíðina – Nýja sögulega skáldsagan í Rómönsku Ameríku“.

Fyrirlesturinn er að venju haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05 og stendur til klukkan 13:00

Abstract:

Það sem kallað hefur verið nýja sögulega skáldsagan ["la nueva novela histórica"] í Rómönsku Ameríku vísar til bókmenntategundar sem einnig mætti kalla „uppgjörs“ bókmenntir. Vísað er til skáldsagnatexta þar sem sjónum er beint að sögulegum atburðum síðari hluta tuttugustu aldar og í stað hlutlausra lýsinga á því sem þá gerðist eru persónur skáldverkanna nýttar til að tjá og túlka umrædda viðburði. Oftar en ekki er gagnrýnu sjónarhorni beitt við greiningu á valdatíð herforingjastjórna álfunnar á 7. og 8. áratug síðustu aldar og borgarastyrjöldum Mið-Ameríkuríkja undir lok hennar. Orð dr. Jorge Panesi, sviðsforseta Buenos Aires-háskóla, um að bókmenntir séu annað skráningarform sögunnar ["el otro archivo de la historia"], hafa blásið nýju lífi í umræðuna um hlutverk bókmennta við skrásetningu og endurritun sögunnar.

Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,

Vilhelm Vilhelmsson


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Kristínu Svövu Tómasdóttur, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið kristinsvava@gmail.com

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com