föstudagur, 30. nóv 2012

Fátækt á Íslandi í aldanna rás

Næstkomandi þriðjudag, þann 4. desember, verður síðasti hádegisfyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Gísli Gunnarsson sagnfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytja erindið „Fátækt á Íslandi í aldanna rás“.

 

Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05 og lýkur klukkan 13:00.

 

Efnislýsing:

Almenn skilgreining: Sá/sú er fátæk(ur) sem ekki getur byggt lífsafkomu sína og afkomenda sinna með eigin vinnu eða eigin fé eða lögboðnum styrkjum. Með lífsafkomu er átt við þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í samfélaginu hverju sinni til sómasamlegs lífsframfæris. Þessi skilgreining er afstæð í tíma þar sem mjög ólikar kröfur hafa verið gerðar hverju sinni um sómasamlegt lifsframfæri og er jafnvel misjöfn meðal fólks sem lifir samtímis.

Rætt verður um fátækt fyrr á tímum þegar fyrst og fremst voru gerðar kröfur til fæðis og skæðis og umfang ófrjáls einlífis vinnuhjúa var  besti mælikvarðinn á mat samfélagsins á því hvort ungt fólk gæti alið önn fyrir afkomendum. Síðan verður lesið úr talnaefni í hverju fólst neysla fólks á mismunandi tímum í nútímasamfélagi landsins, m.a. til að lýsa breytileikanum í neyslusamsetningu þjóðarinnar (eftir síbreytilegum vísitölugrunni) og undirstrika enn þá frekar afstæðni hugtaksons fátækt.

 


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com