miðvikudagur, 3. okt 2012

Fátækt á Íslandi 1991-2004

Næstkomandi þriðjudag, þann 9. október, verður þriðji fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands flytja erindi sitt „Fátækt á Íslandi 1991-2004“.

Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega kl. 12:05

Fátækt á Íslandi 1991-2004

Því var oft haldið fram opinberlega, ekki síst í aðdraganda
þingkosninganna 2003, að fátækt hefði aukist á Íslandi þrátt fyrir
aukna velmegun alls almennings. Fátækt væri jafnvel meiri hér en
annars staðar á Norðurlöndum. En hvernig ber að skilgreina fátækt? Er
hún skortur á lífsgæðum, eins og talið var að fornu og orðið felur í
sér? Eða andstæða við auðlegð, eins og Hegel og sporgöngumenn hans
telja? Og hvað sýna mælingar á fátækt á Íslandi árin 1991–2004? Hvar
var Ísland þá á vegi statt miðað við grannríkin? Leitast verður við að
svara þessum spurningum með þeim gögnum, sem til eru, þ. á m.
rannsóknum og mælingum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands,
hagstofunnar íslensku og hagstofu Evrópusambandsins. Einnig verður
stuðst við eldri og yngri rannsóknir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com