föstudagur, 7. sep 2012

Dísætur skortur – smávegis um sykur í sögunni

Næstkomandi þriðjudag, þann 11. september, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í 15. sinn. Yfirskrift haustmisseris er „Hvað er fátækt?“ og mun Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur ríða á vaðið með erindi sínu „Dísætur skortur – smávegis um sykur í sögunni“.

Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05.

Dísætur skortur – smávegis um sykur í sögunni

Til forna var sykur eftirsótt krydd á borð við negul, múskat, pipar og saffran í Evrópu og var einungis á borðum hefðafólks og ríkisbubba. Sykurinn var undrameðal og eitt af náttúrulegum rotvarnarefnum sem völ var á.. Hann var einnig grunnur að stórkostlegri listsköpun færustu meistarakokka álfunnar. Á árunum eftir seinni heimstyrjöld náði sykurneysla Íslendinga himinhæðum og í dag er neyslan um eitt kíló á viku - á mann. Getur verið að slík neysla sé vísbending um skort? Í fyrirlestrinum staldrar Sólveig við á fimmta og sjötta áratug 20. aldar á Íslandi og veltir fyrir sér breytingum á matarræði með tilliti til mataruppskrifta í blöðum og tímaritum.

Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,

Vilhelm Vilhelmsson

 


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com