þriðjudagur, 31. jan 2012

Goðsagnir og minningar að baki Arons sögu

Næstkomandi þriðjudag, 7. febrúar, mun Úlfar Bragason halda erindi í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Fyrirlestur sinn nefnir Úlfar "Goðsagnir og minningar að baki Arons sögu."

Arons saga Hjörleifssonar er í hópi svokallaðra veraldlegra samtíðarsagna. Hún mun upphaflega hafa verið skrifuð á fyrrihluta 14. aldar. Sagan er ekki varðveitt í Sturlungu, sem er samsteypa annarra veraldlegra samtíðarsagna, heldur sérstök og er því líklegast yngri en samsteypan.
Arons saga er ævisaga einnar af hetjum 13. aldar. Samkvæmt sögunni var Aron mikill stuðningsmaður Guðmundar biskups Arasonar í deilum hans við höfðingja, einkum Sturlunga. Gerðu þeir Aron útlægan. Hann varð seinna hirðmaður Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs og lést í Noregi 1255.
Saga Arons vakti áhuga margra. Sagt er frá honum í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar og Ólafur hvítaskáld, bróðir Sturlu, orti um hann erfikvæði. Þormóður Ólafsson orti um Aron tvö kvæði. Þá er sagt frá Aroni í Guðmundar sögu biskups.
Í erindinu verður rætt um sambandið milli þessara heimilda um ævi Arons og minningar og mýtur sem saga hans gæti verið reist á.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:05 í sal Þjóðminjasafns Íslands.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com