þriðjudagur, 29. nóv 2011

Minniháttar misnotkun?

Næstkomandi þriðjudag, 6. desember, mun Súsanna Margrét Gestdóttir halda lokaerindið í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er (mis)notkun sögunnar? Erindið ber heitið "Minniháttar misnotkun?"

Engum sem fylgst hefur með fyrirlestraröðinni um misnotkun sögunnar dylst hugur um að sú misnotkun er víðtæk og jafnvel almenn. Í þessu síðasta erindi raðarinnar verður spurt hvort hugsanlega megi tala um minniháttar misnotkun – t.d. hér á landi – sem skipti þá minna máli en gríðarleg misnotkun með grafalvarlegum afleiðingum – eins og sums staðar í útlöndum. Einnig verður rýnt í líklegan tilgang misnotkunar sögunnar og erlend dæmi notuð til að nálgast niðurstöðu um hvers vegna hún á sér einnig stað á Íslandi.

Líkt og ávallt er aðgangur öllum opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og er í sal Þjóðminjasafns Íslands.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com