fimmtudagur, 14. apr 2011

Forystulið þjóðarinnar?

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir heldur fyrirlestur sinn "Forystulið þjóðarinnar? Kvennaíþróttir, karlmennska og þjóðerni" næstkomandi þriðjudag, 19. apríl, kl. 12.05. Erindið er lokaerindi fyrirlestraraðarinnar Hvað er kynjasaga?

Fyrirlesturinn fjallar um samspil íþrótta, þjóðernis og kvenna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.  Íslenska íþróttahreyfingin varð til á tímum sjálfstæðisbaráttunnar þegar íslensk þjóðernisorðræða myndaðist. Sú sjálfsmynd sem íþróttahreyfingin dró upp af sér leitaði mikið í orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar. Litið var á íþróttir sem þátt í að endurreisa íslenska menningu, sem átti að hafa legið í láginni frá þjóðveldisöld. Þetta gaf íþróttum aukið vægi og var notað til að styrkja hugmyndina um þjóð meðal almennings.

Hlutur íþróttakvenna í þessari sjálfsmyndarsköpun var rýr og þær voru ekki hluti af þeirri ímynd sem dregin var upp af íþróttamanninum sem tákngerving þjóðarinnar. Sú ímynd var nær alfarið sniðin af körlum og gerði sjaldnast ráð fyrir konum. Í fyrirlestrinum verður þjóðernisleg sjálfmyndarsköpun íslensku íþróttahreyfingarinnar rakin á fyrstu áratugnum tuttugustu aldar og staða kvennaíþrótta innan þess ramma skoðuð.

Fyrirlesturinn verður í sal Þjóðminjasafns Íslands og er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com