föstudagur, 1. apr 2011

Frá mæðrahyggju til frjálshyggju. Hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna 1900-2010

Sigríður Matthíasdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Guðný Gústafsdóttir munu halda fyrirlestur sinn "Frá mæðrahyggju til frjálshyggju. Hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna 1900-2010" í sal Þjóðminjasafns Íslands næstkomandi þriðjudag, 5. apríl kl. 12:05. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga?

Í fyrirlestrinum verður leitast við að greina samspilið milli kvenfrelsisbaráttu og birtingamynda kvenleikans í íslensku þjóðfélagi á tveimur ólíkum söguskeiðum, við upphaf  20. aldar og upphaf 21. aldar. Bæði tímaskeiðin eru mikil umbreytingaskeið í sögu kvenfrelsis, og bæði hafa kallað á sterk viðbrögð og andsvar samfélagsins, jafnvel bakslag.

Í fyrirlestrinum verður umræðan um þátttöku kvenna í opinberum nefndum, ráðum og stjórnum skoðuð og spurt að hvaða leyti sé að finna hliðstæður milli orðræðna í byrjun 20. aldar og í okkar samtíma. Því verður haldið fram að umræðan í byrjun 20. aldar hafi kallað fram mæðrahyggju sem takmarkaði aðgang kvenna að opinberu lífi. Á síðustu áratugum hafi umræðan hins vegar einkennst af frjálshyggjuhugmyndum um meint kynhlutleysi sem engu að síður smættar konur niður í kyn sitt. Tilgáta okkar er sú að þetta séu í báðum tilvikum andsvör við kvenréttindabaráttunni og auknum landvinningum kvenna á opinberu sviði samfélagsins.

Aðgangur er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com