fimmtudagur, 17. feb 2011

Þóra og Kristinn

Næstkomandi þriðjudag, 22. febrúar 2010, heldur rósa Magnúsdóttir fyrirlestur sinn "Þóra og Kristinn: ævisaga - hjónasaga - kynslóðasaga - kynjasaga?" í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga?

Ævisaga Þóru og Kristins er ekki bara saga konu og karls heldur saga samheldra hjóna og sambands þeirra við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, kvennabaráttuna, kommúnismann, Sovétríkin og alþjóðahyggjuna. Hjónin Þóra og Kristinn deildu ekki bara borði og sæng, heldur líka skoðunum og vinahópi. Saga þeirra endurspeglar íslenska menningarsögu á tuttugustu öld og nú – þökk sé ötulum dagbókarskrifum Þóru – er mögulegt að skoða til jafns hlutverk kvenna og karla í þessari áhugaverðu sögu.  Í fyrirlestrinum verður ævi hjónanna rædd út frá mögulegum aðferðafræðilegum nálgunum á efnið.

Fyrirlesturinn fer fram í sal Þjóðminjasafns, hefst kl. 12.05 og er bæði opinn öllum og ókeypis.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com