þriðjudagur, 7. des 2010

Ályktun stjórnar

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands lýsir yfir ánægju með vilja alþingismanna til að auka sögukennslu og að útbúið verði fjölbreyttara námsefni, heimildasöfn og myndefni til slíkrar kennslu. Aukinn námstími og námsefni í sögu á öllum skólastigum væri mikið fagnaðarefni. Þannig mætti auka almenna söguþekkingu og -vitund. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að auka stuðning og styrki til útgáfu hvers kyns námsefnis á öllum skólastigum en að sama skapi er mjög áríðandi að hlúð sé að rannsóknum á fortíðinni, þar sem mjög mikilvægt er að námsefni í sögu sé á hverjum tíma byggt á nýjustu rannsóknum í sagnfræði.

Stjórn Sagnfræðingafélag Íslands fagnar þeirri viðleitni að hlúa að sagnfræðirannsóknum og miðlun og hvetur til þess að allar hugmyndir sem miða að því, komist sem fyrst í framkvæmd.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com