laugardagur, 23. okt 2010

Hvað má?

Hvað má? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun - Hádegisfundur nk. þriðjudag, 26. október kl. 12.05 í fyrirlestrarröðinni Hvað eru lög?
Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.

Oft kemur fyrir að ævisögur valda illdeilum, jafnvel svo úr þurfi að skera fyrir dómi. Í erindinu verður rætt um álitamál sem geta vaknað þegar einstaklingur segir ævisögu sína eða fær annan til að gera það fyrir sig, og ekki síður þegar einhver ákveður að segja ævisögu annars manns í óþökk hans eða ættingja hans. Hvað má? Þannig hljómar meginspurningin sem glímt verður við. Önnur spurning, sem er í raun eins veigamikil, kemur þó um leið fram á varirnar: Segir hver?

Staður: Þjóðminjasafn Íslands, Athugið að fyrirlesturinn verður fluttur á 2. hæð safnsins!

Stund: Þriðjudaginn 26 október frá 12:05 til 13:00

Aðgangur ókeypis og öllum opinn


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com