föstudagur, 26. mar 2010

Dómi snúið? Braggabúar og breytt viðhorf

Eggert Þór Bernharðsson prófessor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands flytur erindið Dómi snúið? Braggabúar og breytt viðhorf þriðjudaginn 30. mars kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Braggahverfi settu sterkan svip á Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Á tímum skipulegrar búsetu Reykvíkinga í herskálum frá 1943 og fram eftir sjöunda áratugnum bjuggu þúsundir manna í slíkum híbýlum. Íbúar bragganna urðu iðulega að þola neikvæð viðhorf umhverfisins vegna þess eins að eiga þar heima, þeir voru jafnvel litnir hornauga og „stimplaðir“ af samfélaginu. Sumir áttu erfitt með að sætta sig við þetta og brugðust til varnar og dæmi voru um börn sem áttu í vök að verjast í skóla. Það var ekki alltaf tekið út með sældinni að vera braggabúi, ekki var nóg með að húsakynnin væru óálitleg heldur virtist á tíðum litið á íbúa herskálanna sem „óæðri Reykvíkinga“. Þótt bröggunum væri útrýmt virtust neikvæð viðhorf í garð braggabúsetunnar lifa áfram. Í erindinu er fjallað um þennan „dóm sögunnar“, hvernig hann birtist og hvort breytingar hafi orðið á viðhorfum á seinni árum og þá hvers vegna.

Sem fyrr er aðgangur ókeypis og öllum opinn.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com