fimmtudagur, 25. mar 2010

Minningarráðstefna um Halldór Bjarnason

Halldór Bjarnason, aðjúnkt í sagnfræði, lést 9. janúar 2010, fimmtugur að aldri. Halldór var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands með hléum frá 1990 og tók við starfi sem aðjúnkt í sagnfræði 1. júlí 2007. Hann var einstaklega áhugasamur kennari og afar vel metinn jafnt af nemendum sem samstarfsfólki. Nemendur Halldórs eiga veg og vanda að skipulagningu minningarráðstefnu um hann, sem haldin verður 27. mars í stofu 201 í Árnagarði, kl. 13-16.

Dagskrá

13:00 Ráðstefnan opnar. Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir nemi

13:05 Helgi Þorláksson minnist Halldórs Bjarnasonar

13:15 „Skólahald á Íslandi á 19.öld - Kvennaskólaævintýrið“ Alma Sigrún

Sigurgeirsdóttir nemi

13:45 „Hvernig Staple kenningin útskýrir það sem framboð-eftirspurn lögmálið getur ekki“ Rúnar Már Þráinsson nemi, Ólöf Vignisdóttir nemi

14:15 Kaffihlé

14:45 „Hvað á að gera við heiðingjana? -viðhorf og stefna Spánverja gagnvart íbúum Nýja Heimsins-“ Ragnhildur Hólmgeirsdóttir nemi

15:15 Pallborðsumræður: „Ísland: Hjálenda eða nýlenda?” Þáttakendur eru Anna Agnarsdóttir prófessor,  Guðmundur Hálfdánarson prófessor, Guðmundur Jónsson prófessor, Ragnheiður Kristjánsdóttir aðjunkt og Sveinn Máni Jóhannesson nemi.

16:00 Ráðstefnulok

Fundarstjóri er Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir nemi.

Ráðstefnugestir eru hvattir til að mæta á aðalfund Sagnfræðingafélags Íslands að lokinni ráðstefnu.


This page

Um félagið

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt. Félagið stendur reglulega fyrir opnum félagsfundum, ráðstefnum, og ýmsum fagtengdum fundum.

Póstfang félagsins er:
Sagnfræðingafélag Íslands
ReykjavíkurAkademían
Þórunnartún 2
IS-105 Reykjavík

Tölvupóstfang félagsins er: sagnfraedingafelagid@gmail.com

Einnig má hafa samband við Markús Þ. Þórhallsson, formann Sagnfræðingafélagsins, í gegnum tölvupóstfangið mth39@hi.is

About the Association

The Icelandic Association of Historians can be contacted via email: sagnfraedingafelagid@gmail.com.

Search this page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.

Fótur

Sagnfræðingafélag Íslands - Sími: 661-2671- Tölvupóstur: sagnfraedingafelagid@gmail.com